Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, desember 16, 2004
 
Þetta var í metróinu á þriðjudeginum í seinustu viku:
Amerísk rannsókn hefur sýnt fram á að auknar líkur séu á að konur sem taka megrunarpillur eða hormónið thyroxin á meðgöngu eignist samkynhneigð börn. Megrunarpillur eins og t.d. Dexedrin gera það að verkum að það verður 8 sinnum líklegra að barnið verði samkynhneigt. Skjaldkirtilshormónið thyroxin eykur hins vegar líkurnar einungis 5 falt. Efnin hafa mest áhrif á fóstrin fyrstu 3 mánuðina. Þessi efni geta haft áhrif á heilann og rannsóknin bendir til að þetta sé mikilvægur þáttur þegar kynhneigðin ákvarðast. Í rannsókninni hafa tekið þátt meira en 5000 amerískar og kanadískar mæður.

Greinin ein og sér er afar áhugaverð. Fyrir mér var þetta þó þónokkur léttir. Ég tek ekki og hef aldrei tekið inn megrunarpillur og sé svo sem ekki fram á að taka upp á því. Auk þess framleiði ég allt of lítið af skjaldkirtilshormóninu thyroxin og þarf því að taka það í töfluformi á hverjum einasta degi, líklega restina af lífinu.
Ef barnið mitt verður samkynhneigt mun ég stefna einhverjum!


Um helgina var litla Íslendingafélagið okkar með jólaglögg. Í þetta sinn mættu næstum því allir eða 9 manns og vorum við heima hjá Hrönn og Georg. Í matinn voru hamborgarar og eftir það var glögg, bæði áfengt og óáfengt, og heitt súkkulaði. Með voru góðu kanelsnúðarnir hans Georgs og keyptar piparkökur. Set myndirnar inn bráðum.

Setti nokkrar aðrar myndir inn hjá okkur: Emelía, Auður og Hrönn í Scrabble, Ýmislegt í Stokkhólmi ágúst-desember 2004 og Stokkhólmur í vetrarfötunum.