Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, desember 07, 2004
Gestirnir okkar (Anna Kristín og Þorvarður) fóru á sunnudaginn. Það var alveg óskaplega gaman að fá þau, afslappandi að taka sér smá frí í vinnunni og svo gerðum við fullt skemmtilegt. Fórum í IKEA, sem ég flokka undir skemmtilegt. Ég held að Auður viti um fátt leiðinlegra. En í þetta sinn var hún næstum því til friðs því við vorum í mikilvægum erindagjörðum. Fengum nefnilega að velja okkur eitthvað í IKEA í jólagjöf frá Önnu og Þorvarði. Völdum okkur bókahillu sem er alveg eins og sú sem við áttum (til að matcha)en fengum auk þess grúví hluti með sem passa í hillurnar: bastkörfu og misstóra svarta og hvíta kassa. Núna er stofan okkar orðin soldið listamannalegri. Í leiðinni keyptum við barnarúm með þykkri og góðri dýnu. Einhverju verður hann Valtýr litli að sofa í um jólin. En þegar Valtýr er farinn verðum við líklega að eignast barn til að nota rúmið! Um helgina fórum við í tangó, en ekki hvað. Fórum auðvitað með Önnu og Þorvarði, þau eru meira að segja í Tangófélagi Íslands. Má eiginlega segja að þau séu Tangófélag Íslands, allvega kemur pósturinn til félagsins heim til þeirra. Því er skemmst frá að segja að okkur Auði var boðið nokkrum sinnum upp. Auðvitað höfnuðum við þessum mönnum þar sem við höfðum aldrei dansað tangó áður en við létum okkur hafa það að dansa við einn hvor þar sem þeir sögðust ætla að kenna okkur. Þetta var alls ekkert svo hræðilegt en kannski langt í að við verðum jafn góðar og Anna og Þorvarður í tangó. Er búin að setja inn fullt af myndum: frá heimsókninni til Mumma, Önnu og Benna í Stokkhólmi, heimsókn til Uppsala, Ísland og heimferð, og að lokum auðvitað mynd af Smégol í nýju bókahillunni. |