Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 29, 2004
 
Jæja, þá eru jólin búin. Við höfðum það alveg svakalega gott með fullt af íslensku nammi og jólamat. Það er enn til malt og appelsín, þökk sé skömmtunaráætlun Emelíu þannig að við getum haft íslensk áramót líka. Annars gengur allt mjög vel með Valtý, hann er alveg sáttur við nýja rúmið sitt og við að vera ekki heima hjá sér. Það er bara líklegt að hann verði eftir. Við fórum með hann í billjarð í gær. komum um leið og staðurinn opnaði klukkan 18 en okkur var hent út eftir einn og hálfan tíma þegar okkur var sagt af fúlli þjónustu að það væri "óviðeigandi" að vera með börn á poolstað eftir átta. Danirnir okkar voru náttúrulega yfir sig hissa á þessu, komandi frá landi ligeglaðsins þar sem ekki þykir tiltökumál að vera með börn á reyksvældum börum á kvöldinn. Við fórum nú samt heim til að æsa ekki upp Svíana.

Um áramótin ætlar Hlín að elda kalkún sem hún lofar að sé góður. Ég ætla að vinna í dag en reyna að vera í fríi á morgun svo við getum undirbúið gamlárs, því það gengur auðvita ekki án mín. Planið er líka að fara í Badminton en við sjáum til með það því Valtýr getur ekki alveg haldið á spaða ennþá.

Vinsælustu orðin þessi jólin eru: "white trash" "eins og á jólunum í gær"(meaning jólin fyrir tveimur árum þegar Biggi og hlín voru líka hjá okkur) og auðvita "KANI"