Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, janúar 19, 2005
 
Fórum í badminton í morgun. Það er voða hressandi að fara 1-2 í viku í badminton. Þegar við Auður spilum erum við að æfa tæknina en hlaupum minna. Fyrir 2 vikum spiluðum við með 3 úr samtökunum í Stokkhólmi því það eru ókeypis tímar á föstudögum ef maður er í samtökunum. Það var hlaup og áreynsla. Við fíluðum það báðaraalveg í botn á meðan badmintoninu stóð. En almáttugur hvað næstu dagar voru erfiðir. Ég var með harðsperrur dauðans og Auður fékk svo hrikalega í bakið að hún gat næstum því ekki gengið og gátum við ekki spilað badminton í seinustu viku vegna bakmeiðslanna. Núna erum við hins vegar alveg endurbættar en komumst því miður ekki núna á föstudaginn því við munum vera með gesti. Mamma og pabbi koma nefnilega á morgun. Mamma verður til sunnudags en pabbi til þriðjudags því hann þarf að fara á fund á mánudaginn.

Við fórum á Ocean's twelve á mánudaginn í bíó. Hún var alveg ágæt og alveg þess virði að sjá sætu strákana, þ.e. Brad Pitt och George Clooney. Hins vegar var nú stundum sem ég skildi nú ekki alveg plottið svo Auður þurfti að ræða myndina alla leiðina heim. Zeta-Jones var alveg ágæt í myndinni, ég fíla hana ekki alltaf sem leikkonu en hún er auðvitað alltaf mjög sæt svo það eitt og sér bjargar henni næstum því.