Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, janúar 05, 2005
 
Gestirnir okkar (Hlín, Biggi og Valtýr) fóru í gær heim til Danmerkur. Þau fara síðan til Íslands í dag í fimmtugsafmæli hjá pabba hans Bigga og koma til baka á sunnudaginn. Þvílíkt stress og læti.
Við Auður erum hins vegar alveg rólegar og höfum það fínt. Erum afslappaðar og endurnærðar eftir jólafríið. Jólin og áramótin voru alveg glymrandi fín. Allir voru glaðir og hressir mest allan tímann og Valtýr var eins stilltur og hægt var að ætlast til af eins og hálfs ára barni.

Á Þorlák keyptum við Hlín glæsilegt jólatré, prúttuðum úr 400 SEK niður í 300 eins og alvöru húsmæður. Eftir skreytingu var tréð án efa fallegasta jólatré sem ég hef séð. Tréð var ekkert síðra eftir að ég bætti við gulllita bjórdósum (Norrlands Guld) eftir áramót. Það stóð á dósunum að það ætti að hengja þær á jólatréð!!!
Maturinn var alveg frábær í öll skiptin og skipti þá engu hvort við vorum að búa til pizzu eða steik. Borðuðum að sjálfsögðu hamborgarhrygg á aðfangadag og hangiket á jóladag og á gamlárs höfðum við kalkún. Við erum öll alveg steinhissa á kjötláninu sem við höfðum.

Á annan í jólunum vorum við boðin í pönnukökukeppni hjá einni sem ég vinn með (Külliki). Ég og maðurinn hennar (Mårten) áttum að keppa um hylli áhorfenda. Ekki vildi betur til hjá mér en að ég klúðraði sjálfu deiginu, notaði smjör í stað smjörlíkis sem gerði það að verkum að það var engin leið að ná kökunum af pönnunni, allt festist við. Eins og þetta smáatriði "líki" eigi að skipta einhverju helvítis máli. Pönnukökur eru greinilega tricky.
Mårten vann því með yfirburðum, bæði fyrir útlit, hæfileika (gat hent kökunum upp í loftið) og bragð.
Eftir pönnukökuátið fórum við fimm á jólaball Íslendingafélagsins. Það var nefnilega ókeypis inn en allir þurftu að koma með köku. Við keyptum því eitthverjar smákökur á leiðinni. Þetta ball var ágætt, tók bara tæpa 2 tíma og krakkarnir virtust skemmta sér vel. Ég er hins vegar ekki viss um að þessi stund hafi aukið áhuga Auðar á jólaböllum.

Á gamlárs reyndum við að undirbúa Valtý fyrir flugeldaæðið með því að sprengja nokkrar rakettur fyrir miðnætti. Valtýr sturlaðist í fyrsta skiptið, öskraði og grenjaði. Var örlítið minna geðveikur í annað skiptið, öskraði, grenjaði, klappaði síðan með okkur hinum og kallaði "veeeei". Þriðja skiptið gékk best, öskraði og grenjaði bara lítið og klappaði og fagnaði mikið. Þrátt fyrir þetta fékkst hann ekki út á sjálfu miðnættinu.

Vegna alls átsins höfum við verið mátulega dugleg að hreyfa okkur. Höfum stundum labbaði í búðirnar í stað þess að taka lestina. Auk þess fórum við í badminton á sunnudaginn. Biggi og Hlín komu með sína spaða því ég var búin að lýsa því yfir að við Auður værum orðnar helvíti góðar eftir þau fjögur skipti sem við höfum farið í vetur. Biggi og Auður unnu okkur Hlín með naumindum, 2-1, og hefur líklega skipt sköpum að ég slóg Hlín í kinnbeinið með spaðanum þegar staðan var 14-10 fyrir Bigga og Auði í seinustu hrinunni. Annars hefðum við Hlín sko malað þetta!

Það er búið að vera soldið öðruvísi að hafa fimm manna fjölskyldu. Mér finnst að maður sé alltaf að kaupa í matinn og þá sérstaklega bjór. Allt hefur þó farið friðsamlega fram.

Við viljum þakka öllum sem styrktu okkur þessi jól með hangiketi, Ora baunum, Nóakonfekti, malti, appelsíni og öðru sælgæti. Án alls þessa hefðu okkar jól ekki verið eins ánægjuleg.
Og auðvitað Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!