Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, janúar 07, 2005
 
Loksins, í byrjun des, sagði ég mig úr íslensku þjóðkirkjunni, eða skráði mig utan trúfélags eins og það heitir á eyðublaðinu. Þetta hef ég ætlað að gera lengi en það hefur bara einhverj veginn alltaf gleymst. Ég er afar lítið trúuð og sé því enga ástæðu fyrir því að mínir skattpeningar (sem eru engir þessa stundina) fari í að halda uppi félagi/stofnun sem ég hef takmarkaðan áhuga á og ætti vel að geta bjargað sér sjálft. Orðum það frekar að trú mín liggi frekar hjá Háskóla Íslands en hjá guði. Þau ykkar sem hafið áhuga á að gera hið sama er bent á að þennan link.

Milli jóla og nýja ársins tóks mér það eiginlega ómögulega. Öll fjölskyldan fór í verslunarleiðangur á tveimur jafnfljótum. Þegar við vorum nánast komin á leiðarenda vorum við í svo áhugaverðum samræðum að ég tók greinilega ekki eftir neinu í kringum mig. Allt í einu fann ég fyrir sársauka fyrir ofan augað og á löppinni og sá að Hlín baðaði út höndunum og virtist vera á leiðinni að segja eitthvað. Þið vitið hvernig grindrur mjólkurfernum er alltaf keyrt í inn í búðirnar. Einmitt, ég gékk á fullri ferð vel harkalega á eina svoleiðis. Helvítis grindin var á miðri gangstéttinni en sjálf matvörubúðin er á ská hinum megin við gatnamótin! Hvað á það að þýða! Auðvitað fékk ég kúlu sem er að hverfa loksins núna. Auður og ég fórum að skellihlæja (þetta var nú samt helvíti vont) en Hlín kunni sig og var grafalvarleg (enda veit ég að við hefðum sko ekki mátt fara að hlæja ef þetta hefði komið fyrir hana). Biggi tók ekki einu sinni eftir þessu og fannst greinilega ekkert athugavert við andlitið á mér eftirá.