Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
 
Á mánudaginn vorum við óskaplega fátækar. Fórum í búðina og keyptum fullt en svo var nánast enginn peningur inni á kortinu mínu og við þurftum að labba um alla búðina og skila dótinu. Reyndar hefðum við hugsanlega ekki þurft að gera það en af því að önnur okkar var Auður góða þá neyddumst við til þess. Þetta eitt og sér var svo sem ekki neitt stórmál heldur það að fyrir tæpum 4 vikum pantaði ég nýtt kreditkort fyrir Auði og það er ekki enn komið. PIN kóðinn fyrir kortið er löngu komið en sjálft kortið ekki. Það sem verra er að þegar maður hefur pantað nýtt kreditkort þá fellur hið gamla úr gildi og getur maður ekki notað það þar til maður fær það nýja. Ef við værum ekki tvær, þ.e. ef Auður væri bara ein, hvað í ósköpunum ætti hún að gera í þessum tölvuheimi án korts í tæpar 4 vikur. Á hún að ganga um með peningabúnt á sér allan tímann? Það er náttúrulega hugmynd en þá hefði hún þurft að taka þvílíkt magn út fyrir tæpum 4 vikum því bankinn okkar er netbanki og því ekki með nema eitthvað eitt útibú í Stokkhólmi og erum við ekki vissar um að maður geti tekið út peninga þar.
Ég hringdi því í bankann áðan og komst þá að því að kortið á að koma á undan kóðanum og hefði því átt að koma fyrir 3 vikum. Auk þess komst ég að því að ég hafði pantað rangt kort, nefnilega kort sem einungis er hægt að taka út úr hraðbönkum með en ekki borga í búðum. Sem betur fer er bankinn okkar það frábær að það kostar ekki neitt að fá nýtt kort, maður borgar bara árgjald sem er undir 2000 ÍSL og getur fengið eins oft kreditkort og maður vill.