Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, apríl 12, 2005
 
Ég var víst ekki búin að nefna það að í nýju íbúðinni verðum við með netið sem þýðir að við munum að sjálfsögðu blogga meira.
Þetta þýðir líklega líka að tölvan okkar kemst í betra stand. Við höfum ekki uppfært forrit í tölvunni í eitt og hálft ár og hefur hún verið meira eða minna undarleg. Vandamálin lýsa sér helst í því að ekkert birtist á skjánum þegar maður kveikir á henni.

Við Auður og Mummi fórum ásamt Gauta frænda hans Mumma á djasstónleika seinasta fimmtudag. Ég er orðin frekar sjóuð í að hlusta á djass og fannst mér þessir nokkuð skemmtilegir. Hins vegar er það þokkalega áberandi hvað djassleikarar eru furðulegir og þá meina ég stórfurðulegir.

Aðrar fréttir; bæði góðar og slæmar. Þegar Mummi kom jöpluðum við á Hrauni og Florida þrjú kvöld í röð; einn kassi á kveldi. Þvílíkt himnaríki. Ég helda barasta að Florida (sem ég smakkaði í fyrsta skiptið núna, ég er ekki svo mikið fyrir breytingar) sé betra en Hraun, bjóst aldrei við að ég myndir segja þetta. Slæmu fréttirnar eru að allt súkkulaðið er búið! Hins vegar eru góðar fréttir í vændum. Pabbi sagði mér áðan að hann kæmi kannski í næstu viku til Stokkhólms. Vona að hann taki með sér eins og 2-3 Florida!

Á föstudaginn eyddum við heldur betur peningum, samt engu í vitleysu. Keyptum ósköpin öll af mismunandi vörum í IKEA sem munu sóma sér vel í nýju íbúðinni. Við erum búnar að tengja það mikilvægasta; sjónvarpið, videoið og DVD-ið, allt silfrað í stíl frá Luoxor. Uppþvottavélin stendur hins vegar enn í plastinu í stofunni.

Á laugardaginn fluttum við á rúmum þremur tímum. Hjálparmennirnir okkar (Georg, Mummi og ólétt Hrönn) voru nefnilega svo aktívir að þetta tók enga stund. Ég hef aldrei séð annað eins. Þegar við fluttum fyrir ári vorum við 4 tíma og fannst okkur það vel sloppið. Ég veit ekki hvar þetta endar. En núna þurfum við ekki að flytja í nokkur ár, ekki fyrr en við erum báðar búnar í doktorsnáminu.

Mummi fór frá okkur í gær, auðvitað tilneyddur því hann á að halda MS fyrirlesturinn sinn á fimmtudaginn.

Við erum því þessa dagana bara smám saman að ganga frá. Ætlum að mála ganginn og nokkra skápa að innan en svo mun húsvörðurinn okkar sjá til að tvö herbergi verði lagfærð á kostnað eigenda.

Við sjáum fram á að líða óskaplega vel á nýja staðnum. Við prófuðum nefnilega annan af tveimur pizzustöðunum sem eru í 2ja mínútna fjarlægð og var pizzan alveg frábær.