Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, apríl 18, 2005
 
Núna er baðherbergið komið í stand hjá okkur. Veggirnir eru algjörlega útboraðir en nánast öll göt eru falin með hillunum okkar og speglinum. Sá sem flytur inn á eftir okkur mun ekki eiga eins fallegt baðherbergi og við ef hann er ekki til í að kaupa allt af okkur sem við höfum sett upp. Baðherbergið er alveg ofsalega flott allavega.
Til verksins fengum við lánaða borvél úr vinnunni minni því vélin okkar réð ekki við þetta, enda ekki höggborvél. Þrátt fyrir að líta ágætlega út þá fríkaði þessi borvél tvisvar út. Vegna álags bognuðu tveir boranna alveg eins og spaghettí, það var alveg fáránlegt.

Einnig máluðum við þrjá skápa að innan, ramma og skóhillu í stíl, og helminginn af forstofunni.
Á næstu dögum munum við mála hinn helminginn af forstofunni í afar upplífgandi lit fyrir sálina (það stóð allavega í málningabúðinni) og hengja upp spegla og svoleiðis. Hins vegar getum við enn ekki hengt upp neitt í stofunni því hún mun vera tekin í gegn síðar, vitum enn ekki hvenær! Það skiptir samt ekki höfuðmáli því sjónvarpið okkar er tengt og virkar glymrandi vel!

Á laugardaginn kom Hrönn í heimsókn til okkar því hún er ein heima þessa daga og Auður var búin að lofa henni pönnukökum. Fyrsti grillmaturinn okkar leit dagsins ljós um kvöldið og sátum við allar þrjár í stófanum allt kvöldið með alls konar óhollustu og gláptum á sjónvarpið.

Við erum búnar að panta pípara til að tengja uppþvottavélina okkar og ætlar hann að reyna að koma í vikunni. Við vonum svo innilega að það gangi upp því við erum fyrir löngu orðnar hundleiðar á öllu þessu uppvaski.