Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Pabbi kom í heimsókn í gær því hann þurfti að fara á fund með sænskum getraunum í dag. Að sjálfsögðu fékk hann konunglegar móttökur. Taskan var dregin fyrir hann um stund, Auður bakaði frábærar pönnukökur (kom sér vel fyrir gestinn að hafa komið með sítrónudropa) að vanda og svo grilluðum við um kvöldið, annað grillið á árinu. Meðan við Auður vorum að útbúa grillmatinn náði gesturinn að sofna sitjandi í sófanum okkar og smelltum við mynd af því sem kemur bráðlega á netið. Annars slöppuðum við bara voða vel af í gær, átum á okkur gat og gláptum á sjónvarpið. Líf okkar Auðar er strax orðið venjulegt að nýju, pabbi fer beint af fundinum í dag á flugvöllinn og flýgur til London þar sem hann og mamma ætla á fótboltaleik. Næsti gestur mun vera Einar Elí sem við dröslum með okkur frá Köben 9. maí. Pabbi mun koma aftur í maí; annar fundur. Og Kalli og Öggi eru búnir að ákveða að fara í picnic með okkur í maí. Það er því von á þvílíku fjöri hjá okkur á næstunni. |