Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 23, 2005
 
Fann gáfulegt test á netinu sem segir til um hversu lengi þú munt lifa.

Í gær fórum við heldur betur í göngutúr. Við Auður ásamt Georg löbbuðum í kringum ágætlega stórt vatn sem kallast Brunnsviken. Vatnið er alveg rétt hjá okkur og leiðin kringum það er alveg helvíti falleg. Túrinn er um 12 km (+ 2 km til og frá) og tók okkur 2 tíma og 50 mínútur. Því miður var myndavélin okkar batteríslaus og því engar fallegar myndir til að sýna ykkur. Það er líka miklu skemmtilegra fyrir ykkur sem komið í heimsókn að sjá þetta með eigin augum, það er alveg öruggt að einhver ykkar verða dregin hringinn.
Þegar við komum heim til Hrannar og Georgs beið okkar nýbakað brauð og vöfflur. Ef þetta er díllinn þá er mögulegt að við séum til í að leggja á okkur þriggja tíma göngu á hverjum sunnudegi.