Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 10, 2005
 
Komum heim frá Köben í gær með Einar Elí í eftirdragi. Við Auður erum sem sagt búnar að vera í fríi í Köben í rúma 9 daga. Fyrst gistum við hjá Bigga og Hlín en seinni hlutann vorum við hjá Kötu og Ara. Þessu réði aðallega viðvera tengdamömmu, en hún kom seinasta miðvikudag og vildum við að sjálfsögðu þá gista með henni hjá Kötu og Ara.
Veðrið er búið að vera týpískt, sól í einn dag og svo rigning að mestu. Það skiptir greinilega engu máli hversu lengi við erum í Köben, við fáum bara max einn sólardag og svo rigningu.Við létum þetta vanalega ekki á okkur fá og röltum Strikið margoft.
KFC (Kentucky Fried Chicken) var heimsótt þrisvar sinnum enda í miklu uppáhaldi hjá okkur og ófánlegt í Svíþjóð.
Einn daginn fór Hlín með okkur í pólska búð til að kaupa Prince Póló en það er einnig óþekkt vara í Svíaríki. Við buðum Einari voðalega ánægðar upp á Prince Póló í gær en hann afþakkaði, okkur til mikillar furðu en föttuðum síðan að Prince Póló fæst á hverju götuhorni á Íslandi og það er meira að segja einn sjálfsali í anddyrinu á vinnustaðnum hans Einars.
Annars gerðum við nú mest lítið í ferðinni. Átum alveg ógrynni af sælgæti og snakki sem við skoluðum niður með kóki. Við grilluðum eitt kvöld hjá Bigga og Hlín og buðum Kötu og Ara. Anna Kristín bauð okkur eitt kvöld út og annað kvöld eldaði Ari frábæra pastaréttinn sinn eftir ósk frá mér.
Eftir að hafa gengið strandlengjuna niðri í bæ þá hefur Auður skipt algjörlega um skoðun á Köben, finnst borgin bara vera orðin býsna falleg.

Eftir allan lúxusinn var frekar erfitt að drulla sér á lappir í morgun og fara í vinnuna. Ég verð greinilega að fara að vinna harðar að því að verða forrík til að geta lifað lífinu.

Takk kærlega fyrir gistinguna og samveruna, Biggi, Hlín, Valtýr, Ari, Kata og Anna Kristín.