Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 26, 2005
 
Nokkrir hafa tekið prófið sem ég setti inn á mánudaginn. Skv. testinu verður Karvel 73 ára, Arna 76, Finnbogi 79, Ósk 85, og Snævar 91 ef hann er jakvaedur en 82 ef hann er stressadur i vinnunni og flozar ekki tennurnar!

Eins og öll önnur test sem við setjum á síðuna okkar þá gefur þetta afar nákvæma mynd af framtíðinni! Þar sem framtíðin miðast við nútíðina þá er auðvelt að hafa áhrif á framtíðina.
Ég er búin að prófa alla möguleikana í testinu og sé að það er mest hægt að verða 97 ára. Að sjálfsögðu vita þeir sem gerðu testið að til er fólk sem er eldra en 97 ára en þeir vilja ábyggilega ekki gera okkur of miklar vonir og setja því þessi efri mörk. Pælið bara í því hvað þið verðið yfirþyrmandi ánægð þegar þið náið 98 ára aldri, þið bjuggust aldrei við því þar sem það var ekki mögulegt skv. testinu. Það eru því greinilega bara hamingjusamir tímar framundan.

Allavega, til að lengja líf ykkar þá eru þetta réttu svörin:
1. How much sleep do you get each night? At least seven hours

2. Do you smoke? No

3. Do you drink more than three drinks a week? No

4. Do you get at least a half hour of exercise, six days a week? Yes

5. Do you take a multivitamin regularly? Yes

6. Are you overweight? No

7. Do you floss your teeth daily? Yes

8. Do you like to drive fast? No

9. Have you driven drunk (or ridden with a drunk driver) in the past three years? No

10. Your relationship status is: In a happy committed relationship

11. Do you eat your fruits and vegetables? Yes

12. Do you eat breakfast? Daily

13. Do you suffer from depression? No

14. Do you practice safe sex? Always

15. In general, you'd say your life is: Pretty low stress

16. Do you belong to a volunteer group or church you attend regularly? Yes

17. You consider yourself to be: Lucky

18. Do you own a dog? Yes

19. Do you practice meditation or yoga? Yes

20. Your household income is: On the average to high side



Það er augljóst að þið verðið að taka ykkur á í sumum atriðum til að ná hærri aldri. T.d. verður maður að hætta að vera þugnlyndur, já, bara hætta því, það gengur alls ekki. Fátækt gengur heldur ekki enda stefni ég að því persónulega að verða rík. Svo verður maður að álíta sjálfan sig hamingjusaman, það skiptir engu máli hvort maður sé það í raun og veru, bara að maður haldi það. Til að lifa lengur verður Sigrún greinilega að láta verða að því að stela hundi sem kannski verður til þess að stressfaktorinn eykst og það jafnar þá út ánægjuna af hundkvikindu, auk þess mun það líklega minnka aldurinn á Snævari. Hundsstuldur er því út úr myndinni, Sigrún!
Það virðist vera að maður verði að velja milli þess að eiga hálf leiðinlegt og langt líf eða ánægjulegt og styttra líf því það er slæmt að keyra hratt og drekka meira en 3 drykki á viku.
Ætli við komumst annars ekki öll að þessu síðar.