Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 24, 2005
 
Samkvæmt testinu í gær þá verð ég 73 ára sem passar afar illa við þá staðreynd að ég ætla að verða 100 ára. Það að innkoma heimilisins aukist síðar eykur bara lífslengd mína um 3 ár. Þetta er greinilega bull, eins og ég mun sýna fram á eftir 71 ár.

Á föstudaginn fengum við lánaða nýju borvélina hjá Hrönn og Georg og ég reyndi að bora tvö göt á laugardeginum með borunum okkar. Það gékk afar illa, annað gatið varð tvöfalt breiðara en áætlað var og hitt gékk ekki neitt að dýpka sem endaði síðan í því að ég braut einn bor.
Áætlun dagsins er því að fara niður í bæ og leigja rosalega borvél með dúndurborum, því með þessu áframhaldi munu veggirnir okkar líta út eins og eftir sprengiárás.

Og svo eru það helvítis nágrannarnir. Hvurn fjandann á það að þýða að byrja að kyrja klukkan 23:10 og það á blasti. Við vitum að það býr útlensk fjölskylda fyrir ofan okkur, tyrknesk eða eitthvað í þá átt, sem við erum ekkert á móti per se, Auður hjálpaði meira að segja kellingunni eitt sinn upp með matvörur. En þegar nágrannarnir (sama af hvaða kynþætti) byrja með bölvaðan hávaða á venjulegum svefntíma og 2 tímum eftir leyfilegan sænskan hávaða þá er mér illa við þá.