Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 28, 2005
 
Ahhh hvað helgin var æðisleg. Við vorum nefnilega í þriggja daga fríi. Föstudagurinn var midsommar og allir eru í fríi þann dag þrátt fyrir að þetta sé ekki rauður dagur. Við Auður fórum í picnic á föstudaginn, byrjuðum kátar í sólinni með scrabble en þurftum fljótlega að flýja í skuggann því hjólin okkar voru byrjuð að bráðna.
Um kvöldmatarleytið fórum við til Hrannar og Georgs í steik; algjör hátíðarmatur á boðstólnum.

Hina dagana gerðum við mest lítið. Veðrið var alveg ágætt en við héngum inni nánast allan tímann. Á sunnudeginum afrekaði Auður þó að baka alveg rosalega góða appelsínusúkkulaðiköku handa Hrönn og Georg. Um kvöldið fengum við okkur sushi. Ég fékk mér reyndar sushi án sushi eða hvað maður á að kalla sushi án hráa sjávarfangsins, ég fíla nefnilega ekkert ofsalega hráan fisk og hráar rækjur, það er einfaldlega ekkert bragð að þessu. Allavega, sushi staðirnir bjóða vanalega líka uppá mjög góða kjötrétti handa gikkjunum.

Annars er nú mun merkilegra að Ósk og Ingvar eignuðust stelpu í gærmorgun sem hefur fengið nafnið Elísabet. Innilega til hamingju öll sömul, hlökkum til að sjá nýju prinsessuna!

Og í allt annan sálm, hérna er skemmtilegur linkur á electron microscopy myndir af alls konar dýrum.