Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júní 15, 2005
 
Í dag er 15. júní sem þýðir að á föstudaginn er þjóðhátíðardagurinn okkar. Á föstudaginn mun vera sumarveisla í vinnunni hjá mér og ætla ég mér að minna fólkið á hvaða merkisdagur sé. Seinustu daga hef ég því verið á netinu að leita mér að upplýsingum um íslenska þjóðsönginn eða Lofsönginn eins og hann heitir víst. Besta síðan sem ég fann er án efa þessi því þar er hægt að fræðast um uppruna og þróun ljóðsins, sjá ljóðið og hlusta á margvíslegar útgáfur af laginu með og án kórs. Skemmtilegt er að heyra Lúðrasveit Reykjavíkur spila Lofsönginn á Austurvelli 17. júní 1944 og svo kór syngja lagið á Þingvöllum sama dag; maður heyrir meira að segja í íslenska vindinum. Fallegasta útgáfan þykir mér þó án efa þessi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Auði hefur ekki þótt saga þjóðsöngsins eins skemmtileg og spennandi og mér, eða kannski segi ég bara ekki nógu skemmtilega frá. Henni þykir t.d. ekkert merkilegt að Íslendingar þurftu að kaupa höfundarrétt af laginu af dönskum kaupmanni 1948 og réttinn af ljóðinu frá erfingum Mattíasar Jochumsonar 1949. Ég ætla ekki að segja ykkur allt, best að skilja eitthvað eftir handa ykkur að lesa ;)
Neðst á síðunni er síðan að finna linka yfir á fjölmargar þýðingar af fyrsta erindinu.

Þar sem við búum á svo frábærum stað, nálægt náttúru í nánast allar áttir, þá skruppum við í picnic um kvöldmatarleytið í gær. Tók okkur aðeins 7 mín að hjóla í trjágarð fyrir framan Ulriksdalsslottet og borðuðum við þar samlokur og snakk, lásum soldið og sóluðum okkur. Þetta er einn af þeim stöðum sem gestirnir okkar munu vera teknir til.