Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júní 12, 2005
 
Á föstudaginn fórum við Auður í leikhús ásamt Külliki, samstarfskonu minni, og Mårten manninum hennar. Við fórum í sjálft Stockholmsleikhúsið og sáum Sommargäster (Sumargestir) eftir rússann Gorkij. Mér þótti leikritið alveg ofsalega skemmtilegt, mjög líflegt, skemmtilegt svið (lítið hús og lítil sundlaug) og fínir leikarar. Auðvitað gaf það nokkur extra stig að íslensk leikkona var á sviðinu; Bergljót Árnadóttir. Það er óvíst að þið þekkið hana því hún virðist hafa búið í Svíþjóð seinustu 30 ár, en góð var hún eins og Íslendingi sæmir!
Við Auður vorum búnar að ákveða að borða saman áður en við færum í leikhúsið, á ítölskum stað rétt hjá sem við höfum prófað tvisvar áður. Við vorum báðar seinar úr vinnunni og mættum því á staðinn klukkan 18. Við vorum frekar snöggar að ákveða okkur og panta og fengum matinn hálftíma fyrir sýninguna. Og þá var heldur betur sett í gang með að háma í sig. Svo mikið lág okkur á að við báðum um reikninginn í miðjum klíðum, löggðum peningana á borðið og fórum. Að sjálfsögðu náðum við í leikritið á réttum tíma en þetta var alls ekki draumamáltíðin okkar; þó betra en McDonald’s. Þá vitið þið það, maður þarf ekki nema 50 mínútur inni á veitingastað!

Er búin að setja nokkrar myndir frá 12. maí til dagsins í dag inn á myndahornið; Einar í heimsókn; Uppþvottavélin tengd; Búin til brúðkaupsboðskort; Íbúðin og billjardfundur hjá Auði.