Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, júní 22, 2005
Helvítis útlensku mýflugur. Frá því á laugardaginn er ég búin að vera með nokkur flugnabit á líkamanum og það klæjar mjög mikið. Ég er svo veik andlega að ég hef ekki getað látið undan góðu tilfinningunni sem rennur um líkamann þegar maður klórar sér. Þetta hefur auðvitað leitt til þess að sárin sem voru lítil í byrjun eru heljarinnar stór núna og er ég því steinhætt, auk þess hjálpar staðdeyfingarlyfið soldið. Annars erum við báðar komnar með smá lit á kroppinn, aðallega þó á hendurnar og andlitið. Við verðum vonandi lausar við far því það passar afar illa við brúðkaupsfötin. Í gær hittum við Önnu Kristínu niðri í bæ (ekki alveg af tilviljun) og fórum í H&M búðarráp. Ég elska H&M, þar fær maður alltaf eitthvað ódýrt og flott. Konan keypti ósköpin öll af fötum sem kostuðu samtals minna en peysan sem hún var í. Ergo, H&M rúlar! Ég var að fatta rétt áðan að það eru ekki nema rúmar 3 vikur þar til Harry Potter 6 kemst í sölurnar. Þessi bók mun heita "Harry Potter and the Half-Blood Prince" og er frumseld 16. júlí. Ég er þvílíkt spennt. |