Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júní 13, 2005
 
Í seinustu viku störðum við Auður hissa á eitt hornið á húsinu okkar þegar lítill fugl flaug aldeilis óhræddur að loftræstisrimlum og tróð sér inn. Fuglinn staldraði afar stutt við og grunaði okkur strax að hann ætti hreiður þarna inni. Að sjálfsögðu hlupum við að og hleruðum og heyrðist lágt tíst.
Áðan vatt ég mér út með myndavélina okkar og koll, hlammaði mér niður rétt fyrir framan loftræstigatið og tók mynd af vettvangnum. Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til fuglinn birtist en sá var heldur illa við nærveru mína og reyndi hvað hann gat að hemja sig í að fæða ungana. Ég býst nú við að fuglinum hafi enn minna litist á það þegar kisi einn var líka kominn með stúkusæti fyrir framan hreiðrið. Kattargreyið hefur ekkert getað ráðið við frumþarfirnar í sér þegar ungarnir skræktu af og til af svengd. Ég sá orðið fram á að ná engum myndum svo ég rak köttinn í burtu. Þó leið þónokkur stund þar til fuglinn þorði að fara inn í loftræstigatið. Öruggara var að fljúga svona eins og tíu sinnum að gatinu og fljúga burtu, bara til að sjá hvað ég myndi gera. Ég hlýt hins vegar að hafa sýnt smá vinaþel þegar ég rak köttinn burtu, nema að fuglinn hafi verið að ærast yfir orginu í ungunum, því eftir örugglega samanlagt korter þá smeygði fuglinn sér loksins inn. Hérna sjáið þið myndir af kettinum horfa girndaraugum á loftræstigatið, fuglinn fylgjast með kettinum, fuglinn sitja á gatinu og smeygja sér svo inn. Ég náði ekki mynd af honum þegar hann kom aftur út því hann er alveg eldsnöggur af því.