Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 14, 2005
 
Við Auður erum búnar að horfa á alla 25 LOST þættina og ég verð að segja það að ég er vonsvikin. Hvað á það að þýða að láta mann horfa spenntan á heila seríu og leyfa manni ekki að þokast einu skrefi nær sannleikanum. Hversu margar seríur ætla þeir eignlega að gera áður en maður fær að vita hvað í fjandanum er um að vera á þessari eyju. Ætli ég sé ekki bara svona svekkt því ég hélt að það væru bara 25 þættir og ég fengi að vita allt í seinasta þættinum. Ég bíð því spennt eftir fleiri þáttum!

Á sunnudaginn komu saman 12 manns úr billjardklúbbnum okkar heima hjá okkur til að horfa á The Hustler, sem er btw billjardmynd. Allir búnir að fá sér sæti og búið að setja alls kyns góðgæti á borðið þegar myndinni var skellt í. Og hvað haldiði að við sjáum; DVD tækið okkar sagðist að um rangt "region" væri að ræða, þ.e. tækið okkar er gert fyrir Evrópskan markað en myndin fyrir Amerískan. Sem betur fer voru einhverjir snillingar meðal oss sem töldu að það væri hægt að gera okkar "region-free" og ættum við þá að geta spilað alla DVD diska sem við vildum. Svo reyndist vera. Hrönn googlaði fram ótrúlega síðu þar sem einhverjir voru með leiðbeiningar um hvernig ætti að hakka DVD spilarann okkar en til þess þurfti maður að ýta á hina furðulegustu takka, langt frá því að vera augljóst.
Sumir DVD spilarar eru því greinilega búnir til með þann möguleika að spila alla DVD diska en maður getur ekki nýtt sér möguleikann nema að maður sé til í að borga fyrir það, eða að leita á netinu!