Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 15, 2005
 
Aujan mín kom heim að miðnætti í gær, þreytt en ánægð með ferðina. Ég fékk annan hluta í afmælisgjöf, “The Science Book” þar sem farið er yfir helstu uppgötvanir í vísindum seinustu 6000 þúsund árin. Alveg hreint frábær bók. Um daginn fékk ég hermannagræn heimaföt frá Auði; síðar buxur og toppur með blúndu hlýrum. Hún er fyrir löngu búin að fá leið á því að sjá mig oft heima í minna fínum náttfötum og var þetta því kærkomið. Ég er alveg ótrúlega gella í þessu.

Þegar ég rölti mér með hjólið mitt í gegnum Bergshamra centrum (centrumið okkar sem er í 5 mín göngufjarlægð) í morgun þá staðnæmdist ég allt í einu því mér fannst eitthvað hreyfast fyrir framan mig. Auðvitað höfðu mín haukfráu augu rétt fyrir sér. Á miðri gangstéttinni var lítill íkorni sem labbaði sér um og hann var sko ekkert að flýta sér. Honum fannst hann greinilega eiga bæinn því vanalega eru þessi kvikindi skotfljót í burtu þegar maður nálgast þau. Mér þótti þetta að sjálfsögðu afar skemmtilegt því íkornar eru ein uppáhalds dýrin mín. Ég fyldist því með þeim stutta labba að rósarblaðabunka og hvíla sig um stund og síðan hlaupa beint inn í videobúðina. Ég veit ekki af hverju hann hélt að þetta væri sniðug hugmynd, en þessi er með þeim frakkari íkornum sem ég hef séð. Kannski hafa hinir íkornarnir manað hann upp í þetta en líklega fæ ég aldrei að vita það. Fleira fólk hafði tekið eftir íkornanum mínum og margir þustu að videobúðinni til að sjá hvað hann tæki núna til bragðs. Fólk hélt líklega að íkorninn hefði kannski fundið fimmtíu kall og ætlaði að leigja sér spólu því fólkið virtist ekkert vera að reyna að hjálpa vini mínum út, nei, nei, hann var bara cirkusdýrið þeirra.
Ég þurfti að halda áfram leið minni og get því miður ekki frætt lesendur um afdrif íkornans hugaða. Þó þykir mér líklegt að hann hafi tekið nokkur karatespörk á gólfinu í videoleigunni, bara til að fólk viti hver ræður.