Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Hér kemur “stuttur” pistill um brúðkaupsdaginn. Reyni að setja viðeigandi myndir með þegar myndasíðan er komin í lag. 1. hluti: Undirbúningurinn. Við sváfum í sama rúmi nóttina fyrir brúðkaupið [gasp!] eins og við höfum gert nánast á hverri nóttu síðastliðin 5 ár. Ég fór með bílinn hans pabba til hans um klukkan níu en við vorum búnar að vera með hann í láni. Pabbi þreif bílinn á meðan ég var í hárgreiðslu. Mjög sanngjörn skipti. Síðan kom hún Dóra vinkona Kötu heim til mömmu og greiddi mér frá 10:00 til 12:30 en þá vakti ég Emelíu og fór í förðun. Pabbi keyrði mig og sótti og Emelía fór í sturtu á meðan. Síðan fór ég aftur til Dóru og fékk skraut í hárið. Dóra lagaði líka hárið á Emelíu aðeins. Dóra var sumsé hárgreiðslumeistari brúðkaupsins. Þá var klukkan næstum orðin tvö og við fórum á Álfhólsveginn til foreldra Emelíu en þar ætlaði Sigga vinkona Emelíu að farða hana. Ekki vildi betur til en svo að hún tafðist alveg hrikalega í lagningunni sem hún var í og hún kom ekki fyrr en korter í þrjú og ég var alveg að fara á tauginni. En förðunin tók ekki langan tíma og við fórum með brúðarbílnum í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem pabbi Emelíu tók af okkur myndir. Ari, kærasti Kötu sys, var sérlegur aðstoðarmaður ljósmyndarans, yfirstílisti og umsjónarmaður leikmununa. Í hellisgerði voru teknar ca. 350 myndir af okkur og er skemmst frá því að segja að við vorum algjörlega gordjíus á þeim öllum, þó brosið hafi aðeins verið farið að stirðna undir það síðasta. Úr Hellisgerði fórum við, í brúðarbílnum, upp að Kópavogskirkju þar sem ca. 150 myndir voru teknar af okkur út í móa og upp á risasteini o.s.v. Á leiðinni til baka á Álfhólsveginn þar sem athöfnin fór fram mættum við MI 320, bílnum sem við áttum þegar við bjuggum á Íslandi. Við lítum auðvita á þetta sem hrikalega góðan fyrirboða. |