Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
 
Hér kemur “stuttur” pistill um brúðkaupsdaginn. Reyni að setja viðeigandi myndir með þegar myndasíðan er komin í lag.
1. hluti: Undirbúningurinn.
Við sváfum í sama rúmi nóttina fyrir brúðkaupið [gasp!] eins og við höfum gert nánast á hverri nóttu síðastliðin 5 ár. Ég fór með bílinn hans pabba til hans um klukkan níu en við vorum búnar að vera með hann í láni. Pabbi þreif bílinn á meðan ég var í hárgreiðslu. Mjög sanngjörn skipti. Síðan kom hún Dóra vinkona Kötu heim til mömmu og greiddi mér frá 10:00 til 12:30 en þá vakti ég Emelíu og fór í förðun. Pabbi keyrði mig og sótti og Emelía fór í sturtu á meðan. Síðan fór ég aftur til Dóru og fékk skraut í hárið. Dóra lagaði líka hárið á Emelíu aðeins. Dóra var sumsé hárgreiðslumeistari brúðkaupsins.
Þá var klukkan næstum orðin tvö og við fórum á Álfhólsveginn til foreldra Emelíu en þar ætlaði Sigga vinkona Emelíu að farða hana. Ekki vildi betur til en svo að hún tafðist alveg hrikalega í lagningunni sem hún var í og hún kom ekki fyrr en korter í þrjú og ég var alveg að fara á tauginni. En förðunin tók ekki langan tíma og við fórum með brúðarbílnum í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem pabbi Emelíu tók af okkur myndir. Ari, kærasti Kötu sys, var sérlegur aðstoðarmaður ljósmyndarans, yfirstílisti og umsjónarmaður leikmununa. Í hellisgerði voru teknar ca. 350 myndir af okkur og er skemmst frá því að segja að við vorum algjörlega gordjíus á þeim öllum, þó brosið hafi aðeins verið farið að stirðna undir það síðasta. Úr Hellisgerði fórum við, í brúðarbílnum, upp að Kópavogskirkju þar sem ca. 150 myndir voru teknar af okkur út í móa og upp á risasteini o.s.v. Á leiðinni til baka á Álfhólsveginn þar sem athöfnin fór fram mættum við MI 320, bílnum sem við áttum þegar við bjuggum á Íslandi. Við lítum auðvita á þetta sem hrikalega góðan fyrirboða.