Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
 
Á sunnudaginn vöknuðum við Auður kl. 06:45 við einkennilegt bank sem virtist koma frá nágrönnum okkar að ofan eða hreinlega utanfrá. Við reyndum auðvitað að sofna en gékk ekki því bankið hélt áfram með sínum rythma. Ég gafst nú fljótt upp (enda ekki mjög hrifin af því að vera vakin af ástæðulausu) og barði í vegginn og barði líka í loftið ef þetta væri nú nágranninn. Reyndar fannst mér afar furðulegt að nágranninn væri að negla eitthvað upp svona snemma á sunnudegi en fólk er fífl. Bankið hætti í örskamma stund en byrjaði svo aftur. Við litum út um gluggann en sáum engan en það var augljóst að einhver hlaut það að valda hávaðanum. Aujan mín fór því út á náttfötunum til að kanna málið. Þegar hún kom fyrir hornið flaug einhver fugl í burtu og hljóðið hætti. Fugl!!! Við höfum reyndar lýst því yfir fyrir löngu að okkur er illa við fugla sem halda fyrir okkur vöku en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Eitthvað hefur þessi fugl ekki vaðið í vitinu því við búum í steinhúsi sem hefur varla snefil af tré utan á sér en þar ákvað kvikindið að höggva snemma morguns. Ef hann ætlaði að búa sér til hreiður þá er hann allt of seinn, hann á að vera búinn að leggja egg og unga út! Ef hann var að leita sér að æti þá var hann líka á röngum stað. Ef tilgangurinn var af einhverjum furðulegum ástæðum að eyðileggja húsið þá var um misheppnaða tilraun að ræða því eins og áður sagði þá er húsið steypt. Ég sé því enga aðra ástæðu en að fuglinn hafi eingöngu verið að pirra okkur Auði. Það eina gáfulega sem fuglskvikindið gerði var að forða sér þegar hann sá Auði nývaknaða og ógreidda.