Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 16, 2005
 
Ég hef ekki bloggað í heilan mánuð. Auðvitað skammast ég mín heil ósköp og ætla því að skrifa nokkur orð núna.
Fyrir mánuði héldum við sænsku brúðkaupsveisluna okkar (sem Auður sagði frá). Þetta var nú meira svona partý með smá heimatilbúnu snarli sem var alveg rosalega gott hjá okkur svo ég segi sjálf frá. Þetta var vel heppnuð veisla með rúmlega 40 manns og allt fór vel fram fyrir utan auðvitað að Mia (finnska vinkona okkar) var alveg haugafull og reyndi við allavega tvær straight stelpur sem vinna með mér (ég náði nú að bjarga þeim báðum frá þeim ósköpum); ekkert nýtt sem sagt. Flestir voru farnir um miðnætti nema nokkrir vinnufélagar mínir sem dönsuðu og drukku til tæplega 3 enda kunnugir salnum þar sem hann er á neðstu hæðinni á vinnustaðnum mínum.
Ég er náttúrulega óskaplega dama eins og allir vita og var ég í brúðkaupsfötunum mínum með öllu tilheyrandi og þá er ég helst að tala um háhæluðu skóna sem reyndar margar stelpur myndu kalla miðlungsháhæla skó. Og á þeim trampaði ég frá klukkan 19 til klukkan 2 um nóttina en þá voru svo fáir virðulegir gestir eftir að ég vogaði mér að skipta yfir í svörtu Nike íþróttaskóna mína; og þvílíkur léttir. Ég sá ekki fyrir þá að á sunnudeginum finndi ég fyrir smá óþægindum í vinstra hnénu og að á mánudeginum gæti ég varla labbað. Samt fór ég auðvita í vinnuna á mánudeginum því svona lagað gengur alltaf yfir, eða það hélt ég. Nei, þetta bara versnaði með deginum og ég haltraði eins og fífl í vinnunni því mér var svo illt enda hnéð stokkbólgið. Svíarnir hvöttu mig hver af öðrum að fara til læknis en ég sagði að Íslendingar gerðu það ekki fyrr en það væri alveg að ganga af okkur dauðum, þetta væri bara fyrsti dagur í sársauka hjá mér svo ég yrði að sjá aðeins til áður en ég hlypi grenjandi til læknis. Næsti dagur var ekki skárri þrátt fyrir að ég bæri á mig kælikrem sem á að minnka bólgur. Það er skemmst frá því að segja að ég var heima í þrjá daga eða þar til ég gat gengið án þess að finna mikið til. Við Auður sváfum meira að segja á beddanum í stofunni til að það væri stutt fyrir mig að skakklappast á klósettið á nóttunni.
Boðskapur sögunnar: Konur (og karlar), látið ekki platast í að halda að háhælaðir skór séu nauðsynlegir fyrri útlitið. Þeir eru óþægilegir meðan maður er í þeim og enn verra verður það síðar meir auk þess sem maður er ferlega asnalegur þegar maður haltrar með bógnar fætur.

Í dag er Gússí 5 mánaða og ákváðum við þá að verða við óskum lesenda og birta bumbumyndir.

Þið getið einnig skoðað fullt af myndum frá júní til október.