Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Komnar 2 nýjar bumbumyndir, teknar þegar Gússí varð 26 vikna. Á myndunum sést nýja teppið okkar sem við keyptum um helgina í IKEA í Barkarby. Við kaupum af og til eitthvað fyrir brúðkaupspeningana okkar (teppið var liður í því) og eigum alltaf alveg fullt eftir. Nýja teppið passar ótrúlega vel við nýju borðin okkar og gerir stofuna mun hlýlegri. Það er jafnvel nokkuð notarlegt að liggja á því fyrir utan að það angar enn af "nýju lykt" :) Erum ennþá að bíða eftir sófasettinu okkar sem við pöntuðum fyrir 3 mánuðum. Við áttum að fá settið í þessari viku en það er víst tveggja vikna bið því þetta er ekki komið til landsins. Og nokkrar myndir frá heimsókn Siggu og Gilla. |