Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 06, 2006
 
Dagurinn í dag hefur bara farið í afslöppun. Vaknaði seint og eina húsverkið í dag hefur verið að setja í uppþvottavélina. Annars hef ég bara hangið í tölvunni, er orðinn skaðvaldur á msn því núna hef ég fullt af tíma til að kjafta.
Á laugardaginn fórum við til Uppsala með Hrönn og Georg og hjálpuðum Karvel og Örnu að flytja. Ég gerði nákvæmlega ekkert í flutningunum en var notuð til að passa Eirík litla.
Í gær reyndi ég aftur við vatnsdeigsbollur. Til vonar og vara hringdi ég fyrst í Snævar (er með uppskrift frá honum) og spurði út í nákvæmt handbragð. Bollurnar tókust sæmilega, allaveg lyftust þær soldið og urðu holar að innan en betri mættu þær vera. Auður sýndi gífurlegan stuðning með því að hlæja sig nánast í hel þegar bollurnar litu út fyrir að ætla að verða klattar eftir 5 mín í ofninum. Eins og glöggir lesendur sjá þá er stór hluti af bollurgerðaráhuga mínum einungis til að skemmta Aujunni minni! Það er aldrei að vita nema að ég skelli í bollur næsta sunnudag því þá er von á Þorvarði í heimsókn.