Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, mars 14, 2006
Amma og afi fóru heim á sunnudaginn. Þau voru voðalega leið að þurfa að fara því þeim finnst ég svo yndisleg. Ég var líka leið og sýndi mínar tilfinningar í smá öskri og gráti. Ég hlakka nú þegar til að fara til Íslands í sumar og hitta þau aftur. Reyndar vona ég að þau komi í heimsókn til mín í millitíðinni enda mun ég breytast svo mikið að það er ekki víst að þau þekki mig í sumar :) Amma og afi komu með fullt af gjöfum handa mér frá rosalega góðu fólki. Ég fékk föt og önd í baðið frá Byddí, Nonna & Árna Jökli, föt frá Gunnu Steinþórs vinkonu ömmu í Kópavogi, flísföt frá Nonna (bróður ömmu í Kópavogi), Steinu & fjölskyldu og vettlinga og skó frá Ingunni vinkonu ömmu á Brekkulæk. Takk æðislega allir saman! Amma og afi gáfu mér líka föt og svo fóru þau og keyptu handa mér kerrupoka og skiptitösku svo mömmur mínar geti skipt á mér hvar sem er í heiminum :) Ég var líka svo heppin að afi skráði mig í Stuðningsmannaklúbb Manchester United Íslandi. Ég er yngsti meðlimurinn og langafi í Vorsabæ er sá elsti. Við langafi munum sko heldur betur hafa eitthvað að tala um þegar við hittumst í sumar. Ég mun vera vel upplýst um mína menn því sem meðlimur þá mun mér berast reglubundið tímarit Stuðningsmannaklúbbsins og treysti ég á að mömmur mínar muni lesa það fyrir mig. Eitthvað hefur fólk verið að velta fyrir sér háralitnum mínum. Mömmum mínum fannst ég vera brúhærð en eru núna komnar á þá skoðun að ég sé með kastaníubrúnrautt hár, allavega er það voðalega fallegt. Það er víst fullt fleira fólk sem á afmæli á sama degi og ég: Arne Jakob frændi minn í Noregi (sonur Valda bróður hennar ömmu í Kópavogi), Ülo prófessorinn hennar Emelíu mömmu og einhver kona sem vinnur með Auju mömmu. Allir þessir voru svo heppnir að fá mig í afmælisgjöf :) Í kvöld komu Hrönn, Georg og Eiríkur í heimsókn til okkar og borðuðu pizzu. Öllum fannst ég svo lítil miðað við Eirík sem er náttúrulega ekkert skrýtið þar sem Eiríkur er 8 mánuðum eldri en ég. Ég er staðráðin í því að borða mikið til að ná honum. Þið getið séð myndir af öllum stórglæsilegu nýju fötunum mínum hérna. |