Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, mars 19, 2006
Í gær varð Emelía mamma allt í einu veik með beinverki, illt í brjóstinu, hausverk og ískallt á puttunum og tánum. Mamma fékk líklega stálma í brjóstið og reyndi að lina bólgurnar með rafmagnshitateppinu hennar Auju mömmu og með því að mjólka sig með fínu brjóstapumpunni sinni. Ég fékk því mjólk þrisvar sinnum úr pela því mamma þurfti að sofa voða mikið. Mér fannst pelinn barasta allt í lagi og get því greinilega einhvern tímann farið í pössun þegar mömmur mínar vilja gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég vona að amma Anna sé hætt að vera veik því hún er í Englandi núna að undirbúa sig fyrir doktorsvörnina sína á þriðjudaginn. Gangi þér ofsalega vel amma! Arna, Karvel og Arnar Smári komu í heimsókn til mín í dag. Þau gáfu mér heldur betur samfellu við hæfi, það stendur nefnilega "sötnos" á henni en það þýðir "sæta". Þau komu líka með rosalega góðar vatnsdeigsbollur sem þau bökuðu sérstaklega fyrir Emelíu mömmu!!! Þið getið séð nokkrar nýjar myndir hérna. |