Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, mars 07, 2006
 
Hæ, hæ, allir!

Ég heiti Anna Eir og þetta er fyrsta bloggið mitt. Mig langar bara að monta mig örlítið. Ég er nefnilega orðin svo rosalega þæg og góð. Ég svaf alein í mínu rúmi frá 3 í nótt til 11 í morgun fyrir utan drekkutímana mína en þá fékk ég að koma upp í rúm til mamma minna. Auðvitað er ég búin að sofa fullt eftir það og hef ekkert grenjað eða öskrað í allan dag enda engin ástæða til, mömmur mínar sjá svo vel um mig. Þær eru svo ofsalega skotnar í mér og finnst ég vera algjör hetja þegar ég drekk, prumpa, kúka og pissa og sérstaklega þegar ég öskra ekki.
Fyrstu dagarnir voru soldið erfiðir. Ég vissi ekki alveg hvað í veröldinni ég átti að gera við þetta brjóst sem mamma var alltaf að reyna að troða upp í mig. Ég öskraði því mikið og lengi, vildi lítið sofa og vildi bara láta halda á mér. En um leið og ég fékk almennilega mikið að borða þá hef ég verið ánægð.

Það er búið að ala upp í mér alla meðgöngu og eftir að ég fæddist að ég sé fullkomin og fallegust. Ég get því ekkert að því gert að ég sé lítill egóisti. Hérna eru myndir (af mér auðvitað) frá í gær og í dag.