Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, mars 29, 2006
 
Í seinustu viku fékk ég bólur í framan. Ég lít því út eins og versti unglingur og haga mér stundum líka eins og einn. Þetta á sér víst líka eðlilegra skýringa og kallast hormónabólur. Margir nýfæddir einstaklingar fá svona bólur og þær fara af sjálfu sér á nokkrum dögum eða vikum. Ég verð að drífa mig í að verða betri í húðinni því gestirnir fara að streyma inn.

Í gær fórum við Emelía mamma í bæinn. Ég varð reyndar minnst vör við það því ég svaf allan tímann í vagninum. Ástæða bæjarferðarinnar var framköllun mynda. Ég þarf nefnilega að eiga myndir í myndaalbúminu mínu til að sýna gestum. Einnig þarf ég að senda langömmum mínum og langöfum og ömmum og öfum myndir.

Og enn einu sinni eru komnar nýjar myndir.