Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, apríl 16, 2006
Amma, afi og langamma fóru heim í dag. Það er búið að vera rosalega gaman að hafa þau og ég hlakka mikið til að fara með þeim í bústaðinn þeirra í sumar. Þau komu með hrygg sem mömmum mínum þóttu æðislega góður, íslensk lambakjöt er víst best í heimi og get ég tekið undir það því ég fékk það beint út í mjólkina. Hrygginn borðuðum við á föstudaginn langa en páskasteikin okkar í dag var pizza! Síðustu tvær nætur hef ég sofið í rúminu mínu, ég er svo rosalega dugleg og stór. Stundum sef ég nú bara í klukkutíma en mest hef ég sofið þrjá og hálfan tíma í einu. Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í sjöttu og sjöundu viku |