Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, apríl 02, 2006
 
Eiríkur og Hrönn komu í heimsókn til mín á fimmtudaginn. Þau voru rosa skemmtileg. Eiríkur var hálf nakinn hérna eins og vanalega og var eitthvað að fíflast en ég drakk bara og svaf allan tímann.

Á föstudagsmorgun fórum við Emelía mamma á fyrsta foreldrahópinn okkar. Það var ágætt að hitta aðra krakka og tala við mömmurnar. Svo fór ég í mælingu og er orðin 4705 g og 57 cm. Ég tók soldinn vaxtarkipp skv. línuritunum og hef stækkað um 1 cm og þyngst um 335 g á 8 dögum.

Eftir hádegi á föstudaginn komu vitringana þrír frá Íslandi: langamma Munda og Anna og Solla ömmusystur mínar. Það varð einhver misskilningur svo þær biðu í klukkutíma í rútuskýlinu eftir mér og mömmu en við mamma biðum rólegar heima eftir að þær hringdu. Þetta reddaðist síðan allt saman og það var mikið gaman þegar þær komu loksins. Við erum í miklum plássvandræðum núna því með í ferðinni var ógrynni af pökkum handa mér, flest föt en líka púsl og geisladiskar. Ég er ansi hrædd um að mömmur mínar þurfi að kaupa eitthvað til að rýma allt nýja dótið mitt :)
Það þarf nú varla að taka það fram en þær eru allar alveg vitlausar í mig, finnst ég voðalega mikil fegurðardís og slást um að hafa mig. Anna frænka er búin að kenna mér að nota snuð og ég hjalaði tvisvar hjá Sollu frænku.
Ég er líka nýfarin að brosa stundum þegar ég er vakandi.

Ég er með svo mikið hár og svitna því stundum alveg helling eftir að hafa legið lengi. Seinasta mánudag prófuð því mömmur mínar að því mér með sjampói og er hárið á mér því soldið líflegra, allavega í smá stund :)

Erum búnar að setja fullt af nýjum myndum inn. Hérna frá 4. vikunni minni, hérna frá 5. vikunni minni og hérna í Svíþjóðarsmöppuna okkar fara myndir sem eru ekki af mér.