Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, apríl 07, 2006
Á þriðjudaginn fórum við Emelía mamma í bæinn til að ná í allar myndirnar af mér sem voru í framköllun. Ohhh, ég er svo sæt á þeim öllum. Ég var rosalega stillt enda sef ég nokkuð vel í vagninum. Skemmtilegast fannst mér að ná í Auju mömmu í vinnuna. Í gær varð ég 5 vikna. Sue-Li og Tobbe, sem vinna með Auju mömmu, komu í heimsókn til mín í gær. Ég fékk rosalega flott bútasaumsteppi frá þeim sem Sue-Li gerði sjálf. Sue-Li fannst ég ógurlega sæt og var alveg heilluð af mér en Tobbe þorði ekki að halda á mér, hélt að hann myndi missa mig í gólfið. Áðan var smá fjör hjá okkur því við gerðum handa- og fótafar í bókina mína. Ég var smá óþekk og ældi og pissaði á bókina en það eru bara góðar minningar. Hérna eru myndir úr fimmtu vikunni minni og hérna úr þeirri sjöttu. |