Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, maí 27, 2006
 
Í gær var Auja mamma í fríi. Svíar eru nefnilega soldið skondnir; þar sem það var frí á fimmtudaginn og frí í dag þá var frí í gær, þ.e.a.s. föstudagurinn er ekki lögbundinn frídagur en klemmdist milli tveggja frídaga og þá var frí á honum. Auðvitað var ég mjög ánægð með það því það þýddi að ég hafði báðar mömmur mínar í að snúast í kringum mig.
Við fórum allar í verslunarkjarna að leita að hægindastól svo það sé þægilegra að gefa mér brjóst inni í svefnherbergi. Þar sem allt tekur svo langan tíma með mig þá náðum við bara að fara í eina húsgagnabúð af þremur því við stoppuðum svo lengi á McDonald's. Við verðum bara að skipuleggja okkur betur næst!

Á föstudeginum fyrir viku hló ég í fyrsta skiptið í vitna viðurvist. Ég var í Hemköp (matvörubúð) með Emelíu mömmu þegar ég allt í einu skellihló og hefur mamma ekki hugmynd af hverju.
Seinasta mánudag hló ég síðan rosalega mikið og lengi þegar Kata frænka var að leika "bö" við mig enda er sá leikur afar fyndinn. Auja mamma lék líka "bö" við mig síðar um kvöldið og hló ég þá álíka mikið. Öllum fannst rosalega fyndið og ótrúlega sætt að heyra mig hlæja.

Nýjar myndir.