Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, maí 04, 2006
Á laugardaginn héldum við hangikjötsveislu og buðum fullt af fólki: Hrönn & Georg & Eiríki, Snævari & Sigrúnu, Örnu & Karvel & Arnari Smára & Hauki Frey. Hangiketið var í boði langömmu í Hveragerði og langömmu í Sandvík, grænu baunirnar og maltið var í boði ömmu og afa í Kópavogi. Við þökkum þeim alveg æðislega fyrir matinn, þetta var meiriháttar gott. Hlín kom í heimsókn til mín á þriðjudaginn og gaf mér bol og gsm síma í algjöru gellu hulstri. Í gær fórum við Emelía mamma og Hlín í IKEA. Við keyptum svo mikið að ég varð að vera í burðarbelti því allt dótið var í vagninum mínum. Kíkiði á fleiri myndir. |