Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 19, 2006
 
Shit, það er ansi langt síðan að ég bloggaði. Það hefur samt fullt gerst hjá mér.

Á þriðjudaginn fór ég með Emelíu mömmu í vinnuna til Auju mömmu. Ástæðan var eiginlega að fara að ljósrita pappíra en þar sem við mamma þurftum að drífa okkur svo mikið þá gleymdum við blöðunum. Engu að síður var nú gaman að hitta Auju mömmu.
Jahá, hvaða pappírar voru það mikilvægir að við mamma nenntum að drösla okkur í 40 mínútna strætóferð. Auðvitað ættleiðingarpappírarnir. Bráðum mun Auja mamma einnig vera skráð í kerfinu sem löglegt foreldri mitt. Ég hlakka ofsalega til!

Á miðvikudaginn kom Haukur frændi í heimsókn til mín og sama dag fór Auja mamma til Frakklands að mæla próteinin sín og verður hún fram á laugardag.
Ég og mamma drifum Hauk strax með okkur á sjúkrahúsið þar sem læknarnir tóku litla kúlu á hausnum á mömmu en hún er þeim hæfileika gædd að geta ómeðvitað myndað fitukúlur á hausnum og fær hún það frá pabba sínum sem fær það frá mömmu sinni. Ég vona nú smá að ég fái þetta ekki.

Í gær fórum við þrjú á náttúrugripasafnið uppi í háskóla. Safnið er svo risastórt að okkur gafst nú ekki tími til að skoða það allt en ég mæli með því sem ég sá.

Í dag skruppum við niður í bæ, fórum á pizza hut og röltum okkur í nokkar búðir.


Kíkið endilega á myndir af mér þegar ég fór í heimsókn í vinnuna til Auju mömmu og þegar ég fór
á safn með Hauki frænda og mömmu.