Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, júní 29, 2006
Fyrir rúmri viku fékk ég þrjá naghringi því ég er búin að vera að stinga puttunum upp í mig seinustu þrjár vikur. Ég er alveg ofsalega dugleg að grípa í hringina og næ oft að stinga þeim upp í mig en stundum ratar bara höndin í munninn. Ef ég er ekki með naghring þá þykir mér mjög gott að stinga litla putta upp í mig, ég er nefnilega að æfa mig fyrir hlutverk Mini mini me í næstu Austin Powers myndinni! Annars set ég orðið allt upp í munninn sem ég næ í, ég veit ekki alveg af hverju en ég bara verð að gera það. Í seinustu viku, þegar við vorum að versla með ömmu og afa, þá heyrðum við framlag Íslendinga í Júróvisíón í ár í einni búðinni. Okkur þótti það ægilega skemmtilegt og komumst í mikið stuð enda Silvía Nótt alveg frábær. Á laugardaginn fórum við í picnic með þremur íslenskum pörum og börnunum þeirra, allt vinir Hrannar og Georgs. Það var mjög skemmtilegt því það er alltaf svo gaman að vera úti í náttúnni og allir voru hressir og kátir. Í vikunni erum við Emelía mamma búnar að vera soldið í bænum og í gær fórum við í ungbarnaeftirlitið til að mæla mig. Ég er orðin 7500 g og 65,5 cm og hef því þyngst um 525 g og lengst um 2,5 cm á 26 dögum. Kíkið á nýjustu myndirnar. |