Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júní 09, 2006
 
Ég verð að monta mig soldið. Ég hringdi í Sollu frænku áðan, svona til að vita hvernig henni hefði gengið í prófunum. Solla er nefnilega að læra kennarann. Ég frétti þá að Aníta (dóttir hennar Sollu) hafi fengið kettling í afmælisgjöf um daginn. Eftir miklar vangaveltur var valið nafnið, já haldið ykkur, EMELÍA á læðuna. Solla sagði að það væri vegna þessa að hún væri svo lífleg og skemmtileg. Jéminn eini, ég hef eignast mína fyrstu nöfnu, ég er ekkert smá stolt og hlakka óskaplega til að hitta þessa nýju vinkonu mína í sumar. (Þetta þýðir samt ekki að þú getir ekki skírt dóttur þína eftir mér, Hlín!)