Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júní 11, 2006
 
Í gær fórum ég með mömmum mínum í picnic með billjardvinum okkar. Það var alveg steikjandi hiti og mikil sól en ég varð minnst vör við það því ég var alltaf í skugganum.

Í dag var líka rosalegur hiti, 27 gráður, en við fórum samt út í labbitúr. Ég var bara á bleiunni og hafði það gott. Við prófuðum nýja leið í skóginum sem reyndist hin mesta torfæra og var stígurinn mjórri en vagninn hálfa leiðina og hallaði mikið að hluta. Auja mamma neitaði hins vegar að gefast upp og þvældi okkur áfram og eftir á að hyggja var þetta bara skemmtilegt.
Við erum búnar að ná í viftuna okkar og munum stilla henni upp við fótgaflinn á næstu dögum því það er oft svo heitt á nóttunni hérna á sumrin, hef ég heyrt ;)

Skoðið endilega glænýjar myndir af MÉR.