Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júní 09, 2006
 
Seinasta helgi var alveg frábær því hún var þvílíkt löng. Svíar áttu nefnilega þjóðhátíðardag á þriðjudaginn og þá var mánudagurinn klemmudagur og þ.a.l. frídagur. Auja mamma var því í fríi frá föstudegi til miðvikudags.

Á miðvikudagskvöldið fór Emelía mamma í bíó á DaVinci kóðann með Hrönn og var ég því heima hjá Auju mömmu. Ég var smá óþekk, vildi ekki pelann minn og sofnaði því svöng því ég vissi að þegar ég vaknaði næst væri góða mjólkin mín komin.

Í gær komu Hrönn og Eiríkur í heimsókn til mín. Við fórum í smá göngutúr og keyptum gott með kaffinu, svo lékum við Eiríkur okkur þegar ég var vakandi.

Kíkið endilega á nýju myndirnar úr 14. viku og 15. viku.