Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Þá er Íslandsferðin okkar að bresta á. Ég ætla bara að setja grófa áætlun ferðarinnar hérna svo að þið vitið ca. hvar við verðum með bækistöðvar hverju sinni. 6. júlí (fim): Komum til Íslands. Álfhólsvegurinn. (Matur hjá Magga og Heiðrúnu.) 7. (fös): Álfhólsvegurinn. (Matur í Perlunni í boði Dr. Önnu Kristínar.) 8.-10. (lau-mán): Sumó með Önnu Kristínu og Þorvarði. 11.-20 (þri-fim): Álfhólsvegurinn. (Stórafmæli þar lau 15. júlí!!). 21.-23. (fös-sun): Sumó með Magga og Heiðrúnu. 24. (mán): Álfhólsvegurinn. 25.-28. (þri-fös): Fyrir austan. (Líklega 25. hjá ömmu í Hveró og 26.-28. hjá Sollu frænku). 29.-30. (lau-mán): Álfhólsvegurinn. 31. (mán): Förum frá Íslandi. Við viljum minna á að íslenska gsm númerið okkar er 663 86 32. Eins og áður hefur komið fram þá er einhver að verða þrítugur og ætlar sér að halda upp á það laugardaginn 15. júlí á Álfhólsvegi 10 A, sem eru heimkynni mömmu og pabba. Ég hef ekki staðið í því að hringja í alla sem ég vil bjóða heldur hef ég sagt fólki frá þessu þegar ég hef heyrt í því og beðið það um að láta fréttirnar berast. Þú þarft því engan vegin að vera móðguð/móðgaður ef þú hefur ekki fengið gullslegið boðskort. Dagskrá 15. júlí er eftirfarandi: kl. 15: Gestunum, sem að sjálfsögðu hafa beðið spenntir margar klukkustundir í röð fyrir utan húsið, er hleypt inn. kl. 20: Partýgestirnir fara að streyma inn. Áætlað er að afmælið standi fram á nótt og má fólk koma hvenær sem er og fara hvenær sem er. Boðið er upp á glæsilegar veitingar, bæði vott og þurrt. Ef að ÞÚ telur að ÞÚ sért velkominn þá endilega mættu!!! Vegna væntanlegra rifrilda þá verður litla prinsessan okkar til sýnis í glerbúri (bannað að snerta!) á miðju stofugólfinu. Hún verður vakandi einhvern tímann milli 15 og 20 en eftir það verða gestirnir að dást að henni sofandi. Aðgangur ókeypis! Bless í bili. |