Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 05, 2006
 
Ég er orðin alveg feykilega dugleg. Mamma skildi mig eftir á teppinu mínu í morgun og skrapp á klósettið. Þegar hún kom til baka var ég á maganum. Mamma var að sjálfsögðu ægilega stolt af mér, henni finnst ég alltaf svo dugleg, sama hvað ég geri.
Þessa dagana fékk ég t.d. þá flugu í höfuðið að ég gæti orðið óperusöngkona þegar ég verð stór og auðvitað verður maður þá að fara að æfa sig, ég veit nefnilega að samkeppnin í heiminum er hörð. Ég tek háu tónana á skiptiborðinu og á teppinu mínu og nánast hvar sem er. Mömmum mínum finnst ég dugleg að kanna raddsviðið og raddstyrkinn en eru líka soldið þreyttar í eyrunum.
Annars lítur út fyrir að það sé mikið drasl í íbúðinni okkar en við erum sko að pakka svo allt er á leiðinni í töskur.
Við Emelía mamma fórum á mánudaginn og keyptum fyrstu vog heimilisins, ekki svo sem til að vega okkur heldur til að vega ferðatöskurnar því við ætlum sko að fara oft til Íslands og viljum geta tekið eins mikið með okkur og við getum án þess að vera með yfirvikt.

Þá sjáumst við bara á Íslandi. Bless í bili.

Kíkið á seinustu myndirnar af mér fyrir Íslandsferðina.