Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, júlí 01, 2006
 
Núna er góða veðrið aftur komið til okkar; bara sól og hiti þessa vikuna. Við Emelía mamma erum því búnar að vera mikið úti og erum heldur betur búnar að kynnast öllu hverfinu.
Í dag fórum við allar þrjár í rosalega skógarferð. Við gengum meðfram Etsviken sem er vatn rétt hjá okkur. Auja mamma bar mig alla leiðina því Emelía mamma þurfti að nota alla sína krafta í að drösla vagninum mínum efir stórgrýttum og stórrættum stígnum.
Langafi á Grænó átti annars afmæli í dag og varð 74 ára. Auðvitað hringdum við í hann og óskuðum honum til hamingju.

Fyrsta Íslandsferðin mín nálgast óðfluga og er ég orðin mjög spennt.
Sjáumst bráðlega!

Kíkið á nýjustu myndirnar.