Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, ágúst 04, 2006
 
Amma og afi í Kópavogi söknuðu mín svo mikið að þau keyptu sér strax á þriðjudaginn ferð til mín 28. sept til 1. okt. Hlakka ofsalega til að sjá ykkur!

Ég steingleymdi að segja frá tveimur afar merkilegum hlutum í gær. Á miðvikudaginn varð ég 5 mánaða og á fimmtudaginn fyrir viku gékk ættleiðingin mín í gegn svo núna má Auja mamma ekki yfirgefið mig, jibbbbbbí.

Og fleira. Er búin að standa í ströngu varðandi myndir, þær eru nefnilega soldið margar sem ég ætla að setja á netið en þó er það bara lítið brot af öllum myndunum. Set inn fram að 16. júní en afgangurinn birtist bráðlega. Ég vil nýta tækifærið og benda á að við tókum ekki allar myndirnar, sumar eru frá Ingu frænku, afa á Brekkulæk og afa í Kópavogi. Takk kærlega fyrir myndirnar.