Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Díses, tölvur! Við höfum ekki getað installað Windows Service pack 2 hjá okkur, hvorki áður eða eftir að ég straujaði tölvuna. Ég hringdi í Microsoft en vegna þess að tölvan okkar er með eitthvað OEM númer þá veita þeir ekki ókeypis hjálp og hefði ég þurft að borga tæpar 900 SEK fyrir aðstoð, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki. Þá hringdi mín í búðina sem við keyptum tölvuna forðum daga (sept 2002). Einhver náungi úr tölvudeildinni þeirra reyndi eitthvað að hjálpa mér en ekkert gékk. Þá talaði ég við einhvern úr búðinni þeirra og sá benti mér á hið augljósa að fara inn á Microsoft.com og reyna að hlaða SP2 niður. Well, döööö, búin að reyna það milljón sinnum og gékk heldur ekki þó ég inactiveraði vírusvörnina mína. Nú, við Auður settumst niður í gærkveldið ákveðnar í því að leysa málið. Reyndum hitt og þetta en prófuðum svo að hlaða niður Service pack 1. Það gékk vel. Þá reyndum við að hlaða niður SP2. Okkur til mikillar ánægju bauðst okkur að hlaða niður ýmsu en þó ekki SP2. Eftir það reyndum við aftur að hlaða niður SP2 og þá tókst það loksins. Við þurftum sem sagt fyrst að hlaða niður fyrirrennurum SP2. Og þá er mér spurn, hvernig í fjandanum vita svona tölvufávitar þetta ekki!!! Þegar SP2 var loksins komið inn þá gátum við installað einhverju fyrir videomyndavélina okkar sem við höfum ekki getað gert og núna getum við því sett öll videoin okkar í tölvuna og á CD. Niðurstöður jólagetraunarinnar mun því berast ykkur mömmur og pabbar okkar von bráðar. Á sunnudaginn lét ég loksins verða að því að smíða ramp til að komast upp þessar þrjár tröppur inn í húsið okkar. Það hefur verið soldið þreytandi að reyna að koma vagninum niður þegar Anna Eir hefur verið sofandi og ómögulegt að koma honum upp þegar hann hefur verið hlaðinn vörum. Ég hef því þurft að bera allar vörurnar inn og svo drösla vagninum. Eigendur hússins hafa ekki viljað skaffa ramp en gáfu okkur góðfúslegt (my ass) leyfi til að byggja hann sjálfar. Við keyptum því sög og nagla og smíðuðum þennan líka rosalega flotta ramp og það sem meira er, hann virkar! Það er kominn gæðastimpill á rampinn því á sunnudagskvöldið hrukkum við Auður við þvílíkan hávaða, héldum að einhver væri að stela rampinum okkar (sem ég býst reyndar við að verði gert, hann er svon flottur) en þá voru tveir brettastrákar að skate-a á honum. Sem sagt, ýkt kúl rampur ;) |