Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Það er í nógu að snúast hjá okkur. Við höfum nefnilega ekki bloggað síðan að við fórum til Íslands og erum því að velja úr ótal myndir sem við ætlum að setja á myndasíðuna næstu daga. Í dag fór ég í mælingu og er orðin 66,5 cm og 8050 g. Ég hef því lengst um 1 cm og þyngst um 550 g á 5 vikum. Hjúkrunarkonan sagði mömmu að ég ætti að fara að borða venjulegan mat því ég væri aðeins farin undir þyngdarkúrvuna mína. Ég hafði hins vegar ekki mikla lyst á kvöldmatnum og endaði á að æla þvílíkt í rúmið, á gólfið, mömmur mínar og mig. Kannski er ég bara smá slöpp eftir bólusetninguna í dag eða gjörsamlega eftir mig eftir að hafa þurft að dragnast með Emelíu mömmu í bænum í dag. |