Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
 
Í gær fór ég í ofnæmistest. Mamma þurfti að fylla út margra blaðsíðna spurningablöð og svo talaði læknirinn við okkur. Hann var soldið svona læknalegur og fimmtugur karlmaður í þokkabót, sem sagt með soldinn hroka og skæting. En hann sendi mig í test sem tók bara 12 mínútur. Það var negtívt control, pósitívt control, mjólk, fiskur og egg. Og viti menn, ég er með ofnæmi fyrir...... daddara.... mjólk. Þessar fréttir koma eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir okkur, not.
En ég fékk þá eitthvert sterakrem, eitthvert rakakrem og svo mjólkurduft fyrir ofnæmisgemsa.
Ég á að koma aftur í test eftir nokkra mánuði en þangað til má ég ekki fá neinar mjólkurvörur. Ofnæmi sem þetta getur gengið til baka ef maður neytir ekki vörunnar sem maður er með ofnæmi fyrir. Ef maður óhlýðnast lækninum hins vegar þá getur verið að maður verði með ofnæmi það sem eftir lífsins. Vanalega er mjólkurofnæmi horfið þegar maður er eins og hálfs árs.
Það sem meira er, Emelía mamma má ekki heldur borða mjólkurvörur meðan hún er með mig á brjósti, það held ég að verði smá erfitt fyrir hana. Við höfum hins vegar þegar fundið ýmsar vörur sem eru án mjólkurvara, t.d. smjör, jógúrt og mjólk.

Tvær nýjar myndir komnar.