Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, ágúst 18, 2006
Í gær keyptum við töffarahjól handa Auju mömmu. Það er allt vaðandi í útsölum í Stokkhólmi og slógum við því til. Mömmur mínar eiga sko tvö hjól en allar fjórar gjarðirnar eru beyglaðar og við vitum ekki hvernig það hefur gerst, líklega þegar hjólin hafa verið í hjólagrindunum. Það er bara hægt að hjóla á öðru hjólinu og ætlum við að nota hitt í varahluti. Það borgar sig nefnilega ekki að kaupa gjarðir því þær kosta 500 kr stykkið. Hjólið sem við keyptum er svo flott (merkið Peak) að búðarkallarnir ætla að setja það saman fyrir okkur. Núna getur mamma verið fljótari heim úr vinnunni til mín. Kíkið á myndir af mér. |