Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, ágúst 25, 2006
Nói frændi minn kom í heimsókn til mín eldsnemma á miðvikudaginn. Við gerðum ekkert sérstakt þann dag því það var af og til hálfgert Nóaflóð hérna með tilheyrandi þrumum og eldingum, alls ekki skemmtilegt að lenda í því. Í gær fórum við hins vegar í bæinn. Löbbuðum um og kjöftuðum og fórum upp í útsýnispallinn sem flestir gestir eru dregnir í. Þá sér maður nefnilega svo vel yfir Stokkhólm. Svo fórum við út að borða. Nói gaf mér obboslega flott teppi til að liggja á og leika sér, svona babygym, ekkert smá skemmtilegt! Nói fór svo aftur til Noregs í morgun en hann ætlar að koma einhvern tímann aftur í heimsókn til okkar. Ég hlakka til því mér fannst hann ýkt skemmtilegur. Sjáumst. Ég fór í mælingu í gær, er orðin 69 cm og 8350 g. Ég hef því lengst um 2,5 cm og þyngst um 300 g á 3 vikum. Ég er alveg á lengdarkúrfunni minni en er enn undir þyngdarkúrfunni. Ég verð því að fara að borða meiri fitu. Hérna eru 2 myndir af mér. |