Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, september 17, 2006
 
Á föstudaginn komu amma á Brekkulæk, langamma í Hveró og Kata móðursystir mín í heimsókn til mín. Auja mamma og Kata áttu báðar afmæli þennan dag, mamma varð 29 ára og Kata 23. Auja mamma vissi ekki af heimsókninni og hitti gestina okkar ekki fyrr en á veitingarhúsinu sem ég og Emelía mamma sögðum henni að mæta á. Auja mamma fékk ofsalega marga pakka og var rosalega ánægð með daginn. Ég og Emelía mamma fengum meira að segja líka pakka.
Í gær fórum við aðeins í bæinn. Gestirnir okkar keyptu sér allir skó og amma keypti sér tösku og Kata úlpu. Langamma keypti sér alveg eins fótanuddtæki og mamma á eftir að hafa prófað tækið hennar :) Annars var mikill hávaði í bænum, fullt af fólki og kosningaáróður; það eru nefnilega alþingis- og sveitastjórnarkosningar í Svíþjóð í dag.

Hérna sjáið þið gamlar myndir síðan úr heimsókn Kötu og Ara.